Hópstjóri

Issuing Solutions leitar að hópstjóra þróunarteymis / delivery manager.

 

Starfssvið:

 • Ber ábyrgð á tæknilegri útfærslu þeirra vara sem heyra undir hópinn
 • Hefur umsjón með þróunarteymi og hefur ábyrgð á að byggja upp liðsanda og liðsheild
 • Annast almenna starfsmannastjórnun og hefur yfirumsjón með starfsþróun
 • Heldur utan um árangursmælikvarða og sér um frammistöðumat einstaklinga og teyma
 • Ber ábyrgð á því að ná sem mestu út úr hugbúnaðarþróunarferlinu og ryðja úr vegi hindrunum
 • Vinnur markvisst að stöðugum umbótum á bættum vinnubrögðum, betri verktækni og auknum gæðum

 

Hæfniskröfur:

 • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
 • Þekking og reynsla af verkefnastýringu og agile hugbúnaðarþróun
 • Gott vald á ensku, talaðri og ritaðri
 • Leiðtogahæfileikar

 

Umsókninni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið.

 

Umsóknarfrestur er til og með 3. apríl 2018.

 

Nánari upplýsingar veitir Ingibjartur Jónsson, deildarstjóri Issuing Solutions á sviði Operations & Development, sími 525-2000.

Deila starfi
 
 • opið virka daga 9:00-16:30
 • Dalshraun 3
 • 220 Hafnarfjörður
 • Kt. 500683 0589