Starfsmaður í mötuneyti

Valitor óskar eftir að ráða starfsmann í mötuneyti fyrirtækisins að Dalshrauni í Hafnarfirði.

 

Valitor er lifandi og skemmtilegt fyrirtæki sem leitar að kraftmiklum einstaklingi sem elskar matreiðslu.

 

Við bjóðum upp á gott starfsumhverfi og enn betra samstarfsfólk.

 

Um er að ræða fullt starf frá kl. 7:00 - 14:00.

 

Starfs- og ábyrgðarsvið:

 • Dagleg umsjón með kaffivélum og veitingum á kaffitorgum
 • Frágangur og uppvask
 • Umsjón með veitingum fyrir fundi
 • Aðstoða matreiðslumenn

 

Hæfniskröfur:

 • Þekking og reynsla sem nýtist í starfi er kostur
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
 • Skipulagshæfni og metnaður
 • Færni í samskiptum og þjónustulund
 • Stundvísi og reglusemi
 • Íslenskukunnátta er skilyrði

 

Umsóknum þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið.

 

Umsóknarfrestur er til og með 6. ágúst 2019.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Karl Emil Pálmason, yfirmatreiðslumaður, sími 525-2000.

 

Deila starfi
 
 • opið virka daga 9:00-16:30
 • Dalshraun 3
 • 220 Hafnarfjörður
 • Kt. 500683 0589