Velkomin á ráðningarvef Valitor

  Vilt þú vinna hjá alþjóðlegu þekkingarfyrirtæki?


  Valitor er traust og alþjóðlegt þekkingarfyrirtæki sem er stöðugt að skapa nýjar lausnir fyrir viðskiptavini sína.


  Nokkur orð um starfsumsóknir:


  Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.


  Með því að skila inn umsókn heimilar umsækjandinn Valitor að skrá upplýsingar í gagnagrunn og leita staðfestingar á sannleiksgildi þeirra.


  Nauðsynlegt er að taka fram að einungis eru ráðnir til starfa hjá Valitor þeir sem ekki reykja á vinnutíma og hafa ekki verið fundir sekir um auðgunarbrot.


  Umsækjandi ber ábyrgð á að upplýsingar séu sannar og settar fram samkvæmt bestu vitund.


  Vegna krafna sem gerðar eru í lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka (lög nr. 64 14. júní 2000) eru umsækjendur sem eru síðan ráðnir til starfa hjá fyrirtækinu beðnir um að skila sakavottorði við undirritun ráðningasamnings.


  Gildistími umsóknar er 6 mánuðir nema umsækjandi endurnýi hana fyrir þann tíma.


  Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar ráðið hefur verið í starfið. Öðrum umsóknum er svarað eftir bestu getu.


  Allir einstaklingar, óháð kyni, þjóðerni eða aldri, hafa jafnan möguleika á að starfa hjá Valitor. • opið virka daga 9:00-16:30
 • Dalshraun 3
 • 220 Hafnarfjörður
 • Kt. 500683 0589